Innlent

Ferðamaður fótbrotnaði við Goðafoss

Goðafoss.
Goðafoss. Mynd/GVA
Erlendur ferðamaður á göngu við Goðafoss féll og rann til með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði illa eftir hádegi í dag. Kalla þurfti út sjúkrabíl sem flytur nú manninn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur fjöldi ferðamanna verið á ferð um svæðið í dag. Þar á meðal er fjölmennur hópur úr skemmtiferðaskipi sem kom til hafnar á Akureyri í gær. Hinn slasaði er farþegi með skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×