Lífið

Beggi og Pacas selja píanó

með píanóið Beggi og Pacas með píanóið sem þeir ætla að koma í verð hjá Umboðssölunni. fréttablaðið/vilhelm
með píanóið Beggi og Pacas með píanóið sem þeir ætla að koma í verð hjá Umboðssölunni. fréttablaðið/vilhelm

„Við höfum fengið mjög góð viðbrögð, öll jákvæð, og fólk er mjög opið fyrir þessu. Það eru eiginlega allir sammála um að þetta sé tíminn til að fara með svona hlut af stað," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi handboltakappi.

Hann opnar á næstu dögum Umboðssöluna, ásamt konu sinni Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, á Smáratorgi þar sem Elko var áður til húsa. Þangað geta almenningur og fyrirtæki farið með notuð húsgögn og aðrar vörur sem fólk vill losna við. Eigendurnir ákveða verðið sjálfir en 33% söluverðsins fer í umboðslaun. Á meðal þeirra sem hafa þegar nýtt sér þjónustuna eru félagarnir Beggi og Pacas sem mættu með antíkpíanó þangað í gær eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

„Við erum að taka á móti vörum. Það er búin að vera fín traffík af fólki," segir Geir. „Við vorum að einhverju leyti að renna blint í sjóinn með þetta en ég held að fyrstu viðbrögðin sýni að þetta var alveg þess virði."

Umboðssalan er í eitt þúsund fermetra húsnæði og eru Geir og aðstoðarmenn hans í óða önn að fylla húsið af vörum áður en opnað verður. „Við viljum ekki opna fyrr en við erum tilbúin. Við munum láta vita af því þegar við opnum en það er einfaldast að fylgjast með á umbodssalan.is," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.