Erlent

59 létu lífið á áramótafögnuði í Bangkok

Frá björgunaraðgerðum á næturklúbbnum.
Frá björgunaraðgerðum á næturklúbbnum. MYND/AP

59 manns létu lífið á næturklúbbi í borginni Bangkoka á Tælandi í gærkvöldi og að minnsta kosti 180 eru slasaðir eftir að eldur kom upp á næturklúbbnum. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum.

Gestir næturklúbbsins töldu niður inn í nýja árið en um 800 manns voru á klúbbnum þegar mikil sprenging heyrðist að sögn vitna. Eldur kviknaði á næturklúbbnum og mikil taugaveiklun greip um sig.

Lögregla segir að flestir af þeim sem létust hafi orðið undir þegar gestir staðarins reyndu að flýja. Aðeins einn útgangur var á næturklúbbnum en flest líkin fundust í kjallara staðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×