Nær til 90% þjóðarinnar þrátt fyrir breytinguna Breki Logason skrifar 8. október 2009 18:04 Ari Edwald Ari Edwald útgáfustjóri Fréttablaðsins og forstjóri 365 segir fríblaðsformið síður en svo vera dautt þrátt fyrir að Fréttablaðið hafi dregið saman seglin í frídreifingu hér á landi. Um næstu mánaðarmót verður blaðinu dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg, Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. Ari segir að hvarvetna í heiminum afmarkist fríblöð við ákveðin þéttbýlissvæði og nefnir þar „metroblöðin" í Danmörku. „Við erum engu að síður að hitta fyrir 90% þjóðarinnar á þeim svæðum þar sem blaðinu er dreift frítt. Auglýsingatekjurnar koma frá þessum stöðum og auglýsendur einbeita sér að þessum markaði. Það er því algjörlega rökrétt að þetta séu starfssvæði fríblaðsins," segir Ari. Hann segir breytinguna hafa það í för með sér að nú séu menn að vinna með tvö viðskiptamódel. Annarsvegar er það fríblaðsmódelið sem Fréttablaðið hefur keyrt á og síðan gefst fólki færi á að kaupa blaðið á kostnaðarverði á þeim svæðum sem því er ekki dreift frítt. Ari segir að um nokkurskonar tilraun sé að ræða um hvernig megi koma á móts við þau svæði sem ekki fá frídreifingu. Einungis verður rukkað fyrir pappírskostnað af hálfu Fréttablaðsins en öll önnur þjónusta við blaðið verður áfram ókeypis. „Svo verður að ráðast hver kostnaður dreifingar- og smásöluaðila verður. Blaðið gæti verið í kringum hundrað kallinn í smásölu þó við setjum engar línur í því," segir Ari. Hann segir dreifingaraðila hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þeir hafi fengið fjölmargar fyrirspyrnir frá bæði flutningafyrirtækjum og öðrum smásöluaðilum um hvernig þeir geti komið inn í þessa mynd. „Fjöldi blaða á hvert svæði ræðst síðan bara af eftirspurninni og við rennum svolítið blint í sjóinn með það." Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ari Edwald útgáfustjóri Fréttablaðsins og forstjóri 365 segir fríblaðsformið síður en svo vera dautt þrátt fyrir að Fréttablaðið hafi dregið saman seglin í frídreifingu hér á landi. Um næstu mánaðarmót verður blaðinu dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg, Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. Ari segir að hvarvetna í heiminum afmarkist fríblöð við ákveðin þéttbýlissvæði og nefnir þar „metroblöðin" í Danmörku. „Við erum engu að síður að hitta fyrir 90% þjóðarinnar á þeim svæðum þar sem blaðinu er dreift frítt. Auglýsingatekjurnar koma frá þessum stöðum og auglýsendur einbeita sér að þessum markaði. Það er því algjörlega rökrétt að þetta séu starfssvæði fríblaðsins," segir Ari. Hann segir breytinguna hafa það í för með sér að nú séu menn að vinna með tvö viðskiptamódel. Annarsvegar er það fríblaðsmódelið sem Fréttablaðið hefur keyrt á og síðan gefst fólki færi á að kaupa blaðið á kostnaðarverði á þeim svæðum sem því er ekki dreift frítt. Ari segir að um nokkurskonar tilraun sé að ræða um hvernig megi koma á móts við þau svæði sem ekki fá frídreifingu. Einungis verður rukkað fyrir pappírskostnað af hálfu Fréttablaðsins en öll önnur þjónusta við blaðið verður áfram ókeypis. „Svo verður að ráðast hver kostnaður dreifingar- og smásöluaðila verður. Blaðið gæti verið í kringum hundrað kallinn í smásölu þó við setjum engar línur í því," segir Ari. Hann segir dreifingaraðila hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þeir hafi fengið fjölmargar fyrirspyrnir frá bæði flutningafyrirtækjum og öðrum smásöluaðilum um hvernig þeir geti komið inn í þessa mynd. „Fjöldi blaða á hvert svæði ræðst síðan bara af eftirspurninni og við rennum svolítið blint í sjóinn með það."
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira