Innlent

Hells Angels boðið í áramótapartí

Öllum Hells Angels meðlimum heims hefur verið boðið til áramótaveislu í Hafnarfirði. Lögreglan skoðar málið.

MC Iceland, sem áður hét Fáfnir, er vélhjólaklúbbur sem vinnur hörðum höndum að því að fá inngöngu í Hells Angels, sem víða eru skilgreind sem alþjóðleg glæpasamtök. Inngönguferlið hefur tekið langan tíma og eru Íslendingarnir komnir á síðasta þrepið. Þeir eru einu skrefi frá fullgildri aðild.

Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu enda er reynsla kollega þeirra, meðal annars í Danmörku og Noregi, sú að vítisenglum fylgi fíkniefnaviðskipti, handrukkanir og mansal.

Á meðal þess sem lögreglan kannar nú eru boð sem MC Iceland hefur sent til vítisengla víðs vegar um heimi þar sem þeim er boðið til veislu í klúbbhúsi MC Iceland í Hafnarfirði á gamlárskvöld. Í veislunni verður samkvæmt boðskortinu, plötusnúðar, glaðar konur og áfengi.

Lögreglan hefur oftast gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar vítisenglum er boðið hingað til lands. Fjölmörgum þeirra hefur verið snúið til síns heim strax við komuna til landsins.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofa vinnur lögregla nú að því að afla sér upplýsinga um málið og kannar hvort og þá hverjir munu þiggja þetta boð. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×