Innlent

Sjómannaafslátturinn afnuminn í þrepum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon lagði í gærkvöldi á Alþingi fram tvo svokallaða bandorma um tekjuöflun ríkisins. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir hinum áður boðaða þriggja þrepa tekjuskatti auk þess sem sjómannaafslátturinn svokallaði verður afnuminn í skrefum á fjórum árum frái og með 2011.

Þá lagði ráðherrann fram frumvarp um auðlindaskatta sem gerir ráð fyrir að sérstakt kolefnagjald verði lagt á fljótandi jarðefnaeldsneyti og að söluskattur verði lagður á raforku og heitt vatn.

Bandormarnir geta komið til umræðu í þinginu í fyrsta lagi á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×