Enska knattspyrnusambandið hefur kært Rafa Benitez, stjóra Liverpool, vegna ósæmilegrar hegðunar eftir leik Liverpool gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þann 16. ágúst síðastliðinn.
Benitez bankaði laust á gleraugun sín þegar hann var að tala um Phil Dowd, dómara leiksins, og þá staðreynd að honum mistókst að koma auga á vítaspyrnu sem Benitez fannst að Liverpool hefði átt að fá.
Sammy Lee, aðstoðarmaður Benitez, var sendur upp í stúku í sama leik.
Forráðamenn Liverpool eru sagðir óttast að Benitez fái leikbann vegna þessa en líklegra þykir að hann fái ávítur og sektir.