Lífið

Sólkrossinn gefinn út í Þýskalandi

Ánægður með samninginn. Óttar Martin er kominn á samning hjá þýska forlaginu Der Aufbau sem hyggst gefa út síðustu bókina hans, Sólkrosssinn.
Ánægður með samninginn. Óttar Martin er kominn á samning hjá þýska forlaginu Der Aufbau sem hyggst gefa út síðustu bókina hans, Sólkrosssinn.

„Loðinn um lófana? Tja, þetta er gott forlag og forlög borga eftir stærð. Þetta forlag er mjög stórt þótt þeir upplifi sig örugglega ekki eins og þeir séu einhverjir höfðingjar,“ segir Óttar Martin Norðfjörð en þýski útgefandinn Der Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn að skáldsögu Óttars, Sólkrossinum. Þjóðverjar hafa undanfarin ár verið ákaflega hrifnir af íslenskum rithöfundum, Arnaldur Indriðason er vinsæll spennusagnahöfundur þar og rithöfundar á borð við Auði Jónsdóttur og Guðrúnu Evu Mínervudóttur hafa fengið verk sín útgefin í Þýskalandi að undanförnu. Der Aufbau er virt forlag og gefur út marga af snjöllustu rithöfundum heims, þeirra á meðal Paul Auster. „Þetta er því mikill heiður fyrir mig og ég átti alls ekki von á þessu.“

Óttar hefur enga eina skýringu á því hvers vegna Íslendingar séu svona vel liðnir í Þýskalandi. „Ætli þetta sé ekki bara þetta norræna og þá höfðar Sólkrossinn náttúrlega vel til þeirra, hún svolítið norræn,“ útskýrir hann.

Óttar situr nú sveittur við skriftir, er að leggja lokahöndina á nýja bók en hún á að koma út um þessi jól. Bókinni hefur verið gefið nafnið Paradísarborgin og er spennusaga án glæps.

„Spennusagan er komin í ákveðið hjólfar, einhver leysir eitthvert morðmál og allir verða glaðir. Þetta er svolítið staðnað form. Bókin sækir svolítið í ástandið og það er náttúrlega stærsti glæpurinn hvernig komið var fram við íslensku þjóðina,“ útskýrir Óttar. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.