Buff leikur lög Magga Eiríks 2. september 2009 07:00 Hljómsveitin Buff er að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks.fréttablaðið/pjetur Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann. „Það var haft samband við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga. Við höfðum það svo sannarlega þar sem við erum allir miklir aðdáendur Magga,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins. „Okkur fannst gríðarlegur heiður að vera boðið þetta, líka því Maggi hefur sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mjög hrifinn af því að við myndum taka þetta í okkar hendur og við fengum þau skilaboð að við mættum gera það sem okkur sýnist.“ Buff sér um allan undirleik á plötunni og söngurinn er að mestu í höndum sveitarinnar. Maggi syngur þó í einhverjum lögum og tekur jafnframt virkan þátt í verkefninu. Við undirbúning plötunnar söng Maggi inn sín vinsælustu lög á kassagítarinn og í framhaldinu ákvað Buffið hvernig lögin yrðu útsett. Þar má telja gimsteina á borð við Ó þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleðibankinn og Hin eina sanna ást, sem Björgvin Halldórsson söng í myndinni Óðal feðranna. „Hugmyndin er að þessi plata fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks. „Það var annað hvort að gera þetta með „orginal“ upptökurnar eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér datt í hug að það væri sniðugt að fá unga og hrausta menn til að koma með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“ segir hann. „Þessi lög eru mörg börn síns tíma en það breytir ekki því að menn hafa mismunandi aðkomu að svona efni. Ég vona bara að þeir fari sem lengst frá „orginalnum.“ Upptökur hófust í síðustu viku í hljóðveri í íbúð eins meðlims Buffsins á Laugaveginum sem var sérstaklega búið til fyrir þetta verkefni. Platan, sem hefur fengið vinnuheitið Lag og texti - Magnús Eiríksson, er væntanleg í október, sama dag og bókin kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferð um landið þar sem Buff, Maggi og hljómsveit hans Mannkorn leika listir sínar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann. „Það var haft samband við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga. Við höfðum það svo sannarlega þar sem við erum allir miklir aðdáendur Magga,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins. „Okkur fannst gríðarlegur heiður að vera boðið þetta, líka því Maggi hefur sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mjög hrifinn af því að við myndum taka þetta í okkar hendur og við fengum þau skilaboð að við mættum gera það sem okkur sýnist.“ Buff sér um allan undirleik á plötunni og söngurinn er að mestu í höndum sveitarinnar. Maggi syngur þó í einhverjum lögum og tekur jafnframt virkan þátt í verkefninu. Við undirbúning plötunnar söng Maggi inn sín vinsælustu lög á kassagítarinn og í framhaldinu ákvað Buffið hvernig lögin yrðu útsett. Þar má telja gimsteina á borð við Ó þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleðibankinn og Hin eina sanna ást, sem Björgvin Halldórsson söng í myndinni Óðal feðranna. „Hugmyndin er að þessi plata fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks. „Það var annað hvort að gera þetta með „orginal“ upptökurnar eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér datt í hug að það væri sniðugt að fá unga og hrausta menn til að koma með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“ segir hann. „Þessi lög eru mörg börn síns tíma en það breytir ekki því að menn hafa mismunandi aðkomu að svona efni. Ég vona bara að þeir fari sem lengst frá „orginalnum.“ Upptökur hófust í síðustu viku í hljóðveri í íbúð eins meðlims Buffsins á Laugaveginum sem var sérstaklega búið til fyrir þetta verkefni. Platan, sem hefur fengið vinnuheitið Lag og texti - Magnús Eiríksson, er væntanleg í október, sama dag og bókin kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferð um landið þar sem Buff, Maggi og hljómsveit hans Mannkorn leika listir sínar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira