Innlent

Árásarmaðurinn fundinn

Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur lögreglunnnar á Hverfisgötu.
Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur lögreglunnnar á Hverfisgötu.
Karlmaður sem stakk annan mann með hnífi í lærið og handlegg fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi í dag hefur verið handtekinn. Árásarmaðurinn var handsamaður skömmu eftir árásina í bifreið sinni í Holtaseli. Hann var einn á ferð.

Fórnarlambið var flutt á slysadeild er ekki mikið slasað, að sögn lögreglu.

Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekktust og hafa báðir komið við sögu lögreglu. Málsatvik eru að öðru leyti óljós, en árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur og bíður þess að verða yfirheyrður.


Tengdar fréttir

Maður stunginn með hnífi

Karlmaður var stunginn með hnífi í lærið fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi á fimmta tímanum í dag. Hann var fluttur á slysadeild en er ekki talinn mikið slasaður, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×