Innlent

Hægt að hlusta á Laxness lesa Atómstöðina

Nóbelsskáldið
Nóbelsskáldið
Landsmönnum hefur verið gert kleift að hala niður án endurgjalds lestri Halldórs Laxness á Atómstöðinni á vef Forlagsins. Eftir hádegi munu erfingjar Halldórs undirrita nýjan samning við Vöku-Helgafell um útgáfu verka skáldsins á komandi árum. Samningurinn verður undirritaður á Gljúfrasteini en í dag er er fæðingardagur Halldórs.

Fram kemur í tilkynningu að til að fagna undirrituninni verður strax hafist handa við að gefa verk skáldsins út að nýju. Í dag kemur Sjöstafakverið út í kilju. „Bókin verður seld á gjafverði, eða aðeins 499 krónur, en það er mögulegt vegna sameiginlegs átaks rétthafa, útgefandans, prentsmiðjunnar Odda og bóksala sem allir slá ríflega af þóknun sinni.“  

Lestur skáldsins var fyrst fluttur í Ríkisútvarpinu árið 1971 og er tilþrifamikill þar sem skáldið bregður sér í gervi ólíkustu persóna. Unnt verður að hala lestrinum niður á vef Forlagsins, forlagid.is, til 1. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×