Lífið

Fjölbreytt og fjölmenn hátíð

Syngjandi sjarmatröll UniCum Laude opnar Reykholts­hátíðina í ár.
Syngjandi sjarmatröll UniCum Laude opnar Reykholts­hátíðina í ár.

Aldrei hafa fleiri flytjendur boðað komu sína á Reykholtshátíð sem hefst. 22. júlí. Yfir sjötíu flytjendur frá fjórum löndum koma fram.

Fyrst á svið er karlakammerkórinn UniCum Laude frá Ungverjalandi. Á fyrri tónleikum hans einbeitir hann sér að kirkjutónlist en á fimmtudeginum bjóða kórmenn upp á madrígala, gospel og dægurlög eftir menn á borð við Bítlana og Freddy Mercury. UniCum Laude hefur komið fram í um sjötíu löndum en þetta er fyrsta heimsókn hans til Íslands.

Á föstudeginum beinist sviðsljósið að Auði Gunnarsdóttur sópran. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari sér um undirleik.

St. Christopher, ein eftirsóttasta strengjasveit Evrópu frá Vilníus í Litháen heimsækir hátíðina að nýju, en hún lék á Reykholtshátíð 2007. Donatas Katkus er hljómsveitarstjóri. Á sunnudeginum klukkan fjögur bætist Steinunn Birna í hópinn og flytja þau saman píanókvintett eftir Shostakovítsj. Þá tekur hljómsveitin verk eftir Elgar og Nielsen.

Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld með stórtónleikum Fóstbræðra eins og þeirra er von og vísa. St. Christopher veitir þeim stuðning og Auður Gunnarsdóttir syngur einsöng. Það má því búast við stórfenglegum endi á hátíðinni í ár. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. Forsala aðgöngumiða er á miði.is. - kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.