Lífið

Gísli Örn og Nína fá sinn drykk

Gísli Örn Garðarsson
Leiksýningin Don John tekur þátt í menningarhátíðinni Spaleto 2009 USA sem fram fer í bandarísku borginni Charleston.
Gísli Örn Garðarsson Leiksýningin Don John tekur þátt í menningarhátíðinni Spaleto 2009 USA sem fram fer í bandarísku borginni Charleston.

Öldurhúsið Vickery's í Charleston, Suður Karólínu, hefur ákveðið að bjóða upp á sérstakan drykk sem er tileinkaður leiksýningunni Don John en aðalhlutverkin í henni leika þau Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Hefur honum verið gefið nafnið The Union Jack. Frá þessu er greint í staðarblaðinu Charleston City Paper. Fram kemur í fréttinni að drykkurinn samanstandi meðal annars af kanadísku viský, grenadine og trönuberjasafa og kemur fram að hann sé nokkuð sterkur. Jafnframt er greint frá því að leikhópurinn hafi tekið nokkuð ástfóstri við kránna og ef að gestir og gangandi séu heppnir geti þeir jafnvel komið auga á aðalstjörnu sýningarinnar; Gísla Örn.

Leiksýningin tekur nú þátt í mikilli menningarhátíð sem heitir Spaleto 2009 USA og dregur að sér fjölda ferðamanna til staðarins. Talið er að yfir áttatíu þúsund sæki þessa hátíð árlega og hún þykir mikill viðburður í fylkinu. Reyndar er forvitnilegt að blaða í gegnum viðtöl við Gísla Örn í bandarískum fjölmiðlum því það er augljóst að hann hefur heillað flesta uppúr skónum. Í einu viðtalinu er hann meðal annars sagður hafa andlitið frá Clive Owen en líkamsburðirnir minna einna helst á hjartaknúsarann Matthew McConaughey.-fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.