Innlent

Ungir sjálfstæðismenn á móti sykurskatti

Valhöll geymir höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins og ungliðahreyfingarinnar.
Valhöll geymir höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins og ungliðahreyfingarinnar. Mynd/Pjetur

Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem hún leggst alfarið gegn hugmyndum Ögmundar Jónassonar um neyslustýringu í formi sykurskatts. Ályktunin er svohljóðandi:

„Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna leggst alfarið gegn hugmynd heilbrigðisráðherra þess efnis að auka beri neyslustýringu. Rök ráðherrans fyrir því að leggja eigi sérstakan skatt á sykraðar vörur eru veikburða og standast ekki nánari skoðun

Stjórn SUS telur það ekki vera verkefni stjórnmálamanna - hvorki nú né síðar - að skipta sér af neyslumynstri heimilanna í landinu. Hvorki alþingismenn né ráðherrar eru kjörnir til þess að ákveða hvað kjósendur velja að leggja sér til munns, heldur er það og á áfram að vera undir hverjum og einum komið. Enginn er hæfari til að taka ákvarðanir um eigið líf eða hvernig eigi að hámarka eigin hamingjuna en sérhver einstaklingur fyrir sjálfan sig eða foreldri fyrir barn sitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×