Innlent

Framkvæmdir hefjast í lok árs

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við kísilverksmiðju í Helguvík í nóvember á þessu ári. Þetta segir Magnús Garðarsson sem er framkvæmdastjóri Tomahawk Development sem stendur fyrir byggingu verksmiðjunnar.

Hann segir að samkvæmt áætlun muni hönnnun verksmiðjunnar ljúka um miðjan ágúst og stefnt sé að því að bjóða verkefnið út í septemberbyrjun.

Magnús segir að hann hafi hitt erlenda aðila hérlendis í vikunni sem hafi komið til landsins til að skoða aðstæður. Að hans sögn leist þeim vel á en ekki er hægt að greina frá hvaða aðila um er að ræða að svo stöddu.- bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×