Lífið

Létu lífið fyrir tónleika Madonnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Madonna er harmi slegin yfir slysinu.
Madonna er harmi slegin yfir slysinu.
Tveir tæknimenn létu lífið í Marseille í Frakklandi í gær þegar svið sem verið var að setja upp fyrir tónleika söngkonunnar Madonnu hrundi. Mennirnir sem létust voru 23 ára og 53 ára gamlir. Madonna var sjálf stödd á Ítalíu þegar slysið varð. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna atburðanna sagðist hún vera harmi slegin.

Átta aðrir starfsmenn slösuðust alvarlega, þar af einn lífshættulega, en 30 manns hlutu minniháttar meiðsl og fengu áfall vegna slyssins. Tónleikunum, sem áttu að fara fram á sunnudag, hefur verið frestað vegna slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.