Innlent

Alveg tilgangslaus för

Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson

„Það sem snýr að sjávarútvegsmálum í þingsályktunartillögunni og er sett þar fram er að mínu mati allt of veikt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

„Það er talað um meginmarkmið í samningaviðræðunum en ekki samningsskilyrði eða forsendur, ófrávíkjanlegt skilyrði sem er auðvitað yfirráð yfir auðlindinni.“

„Mér sýnist verið að gefa leikinn fyrirfram og því sé þessi för algjörlega tilgangslaus. Ég sé ekki að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG muni samþykkja samning sem felur í sér svona veik markmið varðandi sjávarútveg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×