Innlent

Handtakan í Northampton: Grunur um alvarlegt innbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslensku stúlkurnar tvær sem voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudaginn eru grunaðar um alvarlegt innbrot í Lundúnum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þær voru færðar fyrir rétt í London í dag.

Utanríkisráðuneytið staðfestir við fréttastofu að hafa fengið tilkynningu um handtöku tveggja Íslendinga í Bretlandi, en veitir að svo stöddu ekki frekari upplýsingar.

Í frétt á vef blaðsins Northampton Chronicle and Echo segir að lögreglan hafi fundið stúlkurnar á miðvikudaginn eftir fjögurra daga leit. Leit að þeim hófst eftir að faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra.








Tengdar fréttir

Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi

Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudag eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og óskað þess að þeirra væri leitað og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×