Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnt 12. september 2009 06:00 kvikmyndir Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður vann afrek er hann festi strand og björgun á filmu 1949. Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg. Hinn 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember 1947. Sjaldan hefur verið unnið annað eins björgunarafrek og þarna er lýst og ekki má vanmeta afrek kvikmyndagerðarmannsins sem kom því á filmu. Aðdragandinn að myndgerðinni var sá að einn heimamanna á Vestfjörðum hafði samband við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. Það var svo ári síðar, í lok nóvember, að sviðssetningin fór fram í Kollsvík vestra. Meðan tökur stóðu yfir bárust boð um að raunverulegt strand hefði orðið undir Hafnarmúla í Örlygshöfn. Þar hafði strandað, í aftakaveðri, breski togarinn Sargon. Tóku menn upp tæki sín og hröðuðu sér til Patreksfjarðar þar sem þeim tókst að bjarga sex mönnum af áhöfn togarans en ellefu fórust. Munu þeir sem létust hafa króknað úr kulda. Þannig bar það til að kvikmynd Óskars varð jafn raunveruleg og raun ber vitni því ekki var um sviðsetningar að ræða á þeim atriðum sem sýna sjálfa björgunina. Myndin er nú sýnd í tengslum við sýningu í Hafnarborg sem helguð er hafinu. Með myndinni er sýnt gamalt viðtal Erlends Sveinssonar við stjórnandann, Óskar Gíslason. Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Húsið verður opnað ca hálftíma fyrir sýningu. - pbb Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg. Hinn 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember 1947. Sjaldan hefur verið unnið annað eins björgunarafrek og þarna er lýst og ekki má vanmeta afrek kvikmyndagerðarmannsins sem kom því á filmu. Aðdragandinn að myndgerðinni var sá að einn heimamanna á Vestfjörðum hafði samband við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. Það var svo ári síðar, í lok nóvember, að sviðssetningin fór fram í Kollsvík vestra. Meðan tökur stóðu yfir bárust boð um að raunverulegt strand hefði orðið undir Hafnarmúla í Örlygshöfn. Þar hafði strandað, í aftakaveðri, breski togarinn Sargon. Tóku menn upp tæki sín og hröðuðu sér til Patreksfjarðar þar sem þeim tókst að bjarga sex mönnum af áhöfn togarans en ellefu fórust. Munu þeir sem létust hafa króknað úr kulda. Þannig bar það til að kvikmynd Óskars varð jafn raunveruleg og raun ber vitni því ekki var um sviðsetningar að ræða á þeim atriðum sem sýna sjálfa björgunina. Myndin er nú sýnd í tengslum við sýningu í Hafnarborg sem helguð er hafinu. Með myndinni er sýnt gamalt viðtal Erlends Sveinssonar við stjórnandann, Óskar Gíslason. Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Húsið verður opnað ca hálftíma fyrir sýningu. - pbb
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira