Erlent

Egyptar opna landmærin við Gaza

Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, heimsótti landamærin í dag.
Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, heimsótti landamærin í dag. Mynd/AP
Egyptar hafa opnað landamæri sín við Rafah á milli Egyptalands og Gaza. Landamærin verða opin í þrjá daga en það gerir einhverjum Palestínumönnum kleift að yfirgefa hið innilokaða svæði.

Egyptalandsmegin biðu rúmlega 700 manns og 10 vörubílar með lyf og önnur hjálpargögn frá Arabaríkjunum þegar landamærin voru opnuð í dag. Á Gazasvæðinu biðu 550 Palestínumenn eftir því að komast til Egyptalands. Sjúklingar, stúdentar og embættismenn voru fjölmennastir í hópnum.

Gazasvæðið hefur svo gott sem verið í herkví eftir að Hamassamtökin komust til valda á svæðinu fyrir tveimur árum.

Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, kom að landamærunum í dag og sagðist vona að þau verði opnuð að fullu á nýjan leik innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×