Erlent

Ráðgjafi Obamas hrökklast úr starfi

Óli Tynes skrifar
Van Jones.
Van Jones.

Van Jones var einn af stórum hópi manna sem á sínum tíma undirrituðu skjal þar sem því var haldið fram að ríkisstjórn Georges Bush hefði átt þátt í og borið ábyrgð á árásunum á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Washington.

Að auki hefur skotið upp kollinum myndband þar sem hann fer grófum orðum um repúblikana yfirleitt.

Málið kom upp í síðustu viku og baðst Jones þá afsökunar á gjörðum sínum. Það dugði hinsvegar hvergi nærri til.

Gagnrýnin harðnaði dag frá degi og Jones fékk lítinn stuðning frá Hvíta húsinu. Í dag sá hann því sér þann kostinn vænstan að segja af sér.

Í uppsagnarbréfi sínu sakaði Jones andstæðinga sjúkratrygginga og hreinnar orku um að reka grimmilega áróðursherferð gegn sér.

Samvisku sinnar vegna gæti hann ekki beðið starfsbræður sína um að eyða tíma í að verja sig eða útskýra fortíð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×