Innlent

Samfylkingarfólk segja vinnubrögð Guðlaugs gerræðisleg

Stjórn 60 + Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, félags Samfylkingarfólks eldri en 60 ára, mótmælir ákvörðun ráðherra heilbrigðismála Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að leggja niður starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd. Enn fremur gerir stjórn 60 + alvarlegar athugasemdir við þau gerræðislegu vinnubrögð ráðherra að taka ákvarðanir um veigamikla hagsmuni Hafnfirðinga án samráðs við bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar.

Stjórnin tekur heilshugar undir samhljóða mótmæli  Öldungaráðs Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði og minnir jafnframt á að í Hafnarfirði hafa þegar verið lögð drög að heildrænni þjónustu við eldri borgara sem meðal annars byggir á skýrslu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá árinu 2006 og sem unnin var í samráði við Hafnfirðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×