Lífið

Synirnir ætla sér stóra hluti

synir syndanna Skagahljómsveitin Synir syndanna hefur gefið út sína fyrstu plötu.
synir syndanna Skagahljómsveitin Synir syndanna hefur gefið út sína fyrstu plötu.

Skagahljómsveitin Synir syndanna hefur gefið út sína fyrstu plötu, Hvernig eru himnar? Þessi hressa poppsveit var stofnuð í fyrra af gítarleikaranum Birni Árnasyni og söngvaranum Kristófer Jónssyni, sem semja öll lög og texta á plötunni.

Síðan þá hafa þeir Bjarki Þór Aðalsteinsson og Karl Jóhannsson bæst í hópinn. Þrátt fyrir að ætla sér stóra hluti í tónlistinni hafa þeir félagar í nógu öðru að snúast.

„Við erum tveir að vinna í álveri, einn er sjómaður og einn er að vinna í Slippnum. Við náum samt alltaf að finna tíma til að hittast þótt ótrúlegt sé,“ segja þeir félagar.

„Þessi plata er bara byrjunin. Við erum búnir að semja lög á eina og hálfa plötu í viðbót og ætlum að hefja upptökur á næstu plötu í haust.“

Við upptökur á Hvernig eru himnar? fengu þeir góða aðstoð frá Pálma Sigurhjartarsyni úr Sniglabandinu, trommaranum Jóhanni Hjörleifssyni og fleiri fagmönnum úr tónlistarbransanum og kunna þeir þeim bestu þakkir fyrir.

Synir syndanna spiluðu síðast á Akranesi á laugardagskvöld til minningar um Sigmund Erling Ingimarsson, sem lést á dögunum á 27. aldursári. Stutt er síðan hann vann sér það til frægðar að hafa trommað með Mugison á tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.