Erlent

Syndugur fylkisstjóri hvattur til þess að segja af sér

Sanford á blaðamannafundi.
Sanford á blaðamannafundi.

Fylkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, Mark Sanford, viðurkenndi á blaðamannafundi vestra í dag að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni. Viðhaldið hans er brasilísk kona sem hann hefur þekkt í allnokkur ár. Sjálfur segir hann ástarsambandið hafa byrjað fyrir stuttu síðan.

Málið hefur vakið þjóðarathygli í Bandaríkjunum og er hávær krafa um að Sanford segi af sér embætti. Hann hefur hinsvegar ekkert gefið upp um það hvort hann segi af sér eður ei.

Fréttastofan Fox News hefur fylgst vel með málinu og greindu meðal annars frá því að starfsfólk Sanfords hefði orðið uppvíst af lygi þegar þau sögðu að hann hefði farið í fjallgöngu þegar ásakanir um framhjáhaldið heyrðust fyrst.

Í ljós kom að hann hafði flogið til Brasilíu þar sem hann átti ástarfund með viðhaldinu.

Eiginkona Sanfords hefur óskað eftir skilnaði. Og Sanford er hvattur af íhaldssömum íbúum fylkisins að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×