Átök koma í veg fyrir undirritun stöðugleikasáttmála 24. júní 2009 12:04 Deilur um hvernig taka skuli á ríkisfjármálunum gera það að verkum að ekki er hægt að ganga frá stöðugleikasáttmála. Formaður Kennarasambands Íslands segir mikla óvissu um framhaldið en að hlutirnir skýrist væntanlega betur í dag. Stíf fundarhöld hafa verið síðustu daga og hart unnið að gerð stöðugleikasáttmála, en gerð kjarasamninga hefur verið erfið við núverandi aðstæður. Aðilar vinnumarkaðarins og launþega voru bjartsýnir í byrjun vikunnar um að niðurstaða væri í sjónmáli en nú virðist sem óvissan sé aftur ríkjandi. Stærsta ágreiningsmálið er ríkisfjármálin, en deilt er um með hvaða hætti eigi að brúa gríðarstórt gat á ríkissjóði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa lagt áherslu á að eftir 2010 verði dregið úr vægi skatta en aukin áhersla verði fremur lögð á niðurskurð í opinberum rekstri. En þessu er opinberi vængur verkalýðshreyfingarinnar ekki sammála. Þar eru menn hræddir um að blóðugur niðurskurður þýði samdrátt í velferðarþjónustunni með tilheyrandi uppsögnum opinberra starfsmanna og skerðingu á þjónustu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að opinberir starfsmenn vilji fara hægar í sakirnar þegar kemur að niðurskurði en aðilar vinnumarkaðarins og alþýðusambandið. Önnur ágreiningsefni eru meðal annars vextir og gjaldeyrishöft. Eins og fréttablaðið greindi frá í morgun hafa ASÍ og Samtök atvinnulífsins lagt áherslu á afnám gjaldeyrishafta á meðan aðrir telja að hægar skuli farið í afnám hafta. Fundarhöld héldu áfram í Karphúsinu í morgun en þar hafa aðilar vinnumarkaðar annars vegar og launþega hins vegar fundað í sitt hvoru lagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið breyst síðan í gærkvöldi og standa ríkisfjármálin enn í vegi fyrir sátt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil óvissa væri um framhaldið en að það skýrist líklega í dag í hvora áttina þetta fari. Ekki náðist í Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, né Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin deilir um skatta og niðurskurð Nokkur titringur er kominn upp innan verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Deila menn þar um leiðir til að taka á þeim mikla fjárlagahalla sem fyrirséður er. 24. júní 2009 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Deilur um hvernig taka skuli á ríkisfjármálunum gera það að verkum að ekki er hægt að ganga frá stöðugleikasáttmála. Formaður Kennarasambands Íslands segir mikla óvissu um framhaldið en að hlutirnir skýrist væntanlega betur í dag. Stíf fundarhöld hafa verið síðustu daga og hart unnið að gerð stöðugleikasáttmála, en gerð kjarasamninga hefur verið erfið við núverandi aðstæður. Aðilar vinnumarkaðarins og launþega voru bjartsýnir í byrjun vikunnar um að niðurstaða væri í sjónmáli en nú virðist sem óvissan sé aftur ríkjandi. Stærsta ágreiningsmálið er ríkisfjármálin, en deilt er um með hvaða hætti eigi að brúa gríðarstórt gat á ríkissjóði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa lagt áherslu á að eftir 2010 verði dregið úr vægi skatta en aukin áhersla verði fremur lögð á niðurskurð í opinberum rekstri. En þessu er opinberi vængur verkalýðshreyfingarinnar ekki sammála. Þar eru menn hræddir um að blóðugur niðurskurður þýði samdrátt í velferðarþjónustunni með tilheyrandi uppsögnum opinberra starfsmanna og skerðingu á þjónustu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að opinberir starfsmenn vilji fara hægar í sakirnar þegar kemur að niðurskurði en aðilar vinnumarkaðarins og alþýðusambandið. Önnur ágreiningsefni eru meðal annars vextir og gjaldeyrishöft. Eins og fréttablaðið greindi frá í morgun hafa ASÍ og Samtök atvinnulífsins lagt áherslu á afnám gjaldeyrishafta á meðan aðrir telja að hægar skuli farið í afnám hafta. Fundarhöld héldu áfram í Karphúsinu í morgun en þar hafa aðilar vinnumarkaðar annars vegar og launþega hins vegar fundað í sitt hvoru lagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið breyst síðan í gærkvöldi og standa ríkisfjármálin enn í vegi fyrir sátt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil óvissa væri um framhaldið en að það skýrist líklega í dag í hvora áttina þetta fari. Ekki náðist í Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, né Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin deilir um skatta og niðurskurð Nokkur titringur er kominn upp innan verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Deila menn þar um leiðir til að taka á þeim mikla fjárlagahalla sem fyrirséður er. 24. júní 2009 06:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Verkalýðshreyfingin deilir um skatta og niðurskurð Nokkur titringur er kominn upp innan verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Deila menn þar um leiðir til að taka á þeim mikla fjárlagahalla sem fyrirséður er. 24. júní 2009 06:00