Lífið

Hver að verða síðastur til að bragða á vestustu pizzum Evrópu

Curver matreiðir ljúffengar lundapizzur ofan í sýningargesti.
Curver matreiðir ljúffengar lundapizzur ofan í sýningargesti.

Frá 17. maí hefur Curver Thoroddsen staðið fyrir raunveruleikagjörningi í Bjargtangavita við Látrabjarg. Þar rekur hann pizzastaðinn Sliceland sem býður upp á Lundapizzur sem eru um leið "vestustu pizzur í Evrópu" því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunar. Í tilkynningu segir að gjörningurinn sé hluti af Brennið þið, vitar! sýningunni á Listahátíð í Reykjavík og stendur hann til 31. maí þannig að næsta helgi er lokahelgi gjörningsins.

„Eins og áður sagði þá líkur Curver sjálfum gjörningnum um leið og Listahátíð lýkur sunnudaginn næsta þann 31. maí. Það fer því hver að verða seinastur að fá sér sneið af ljúfengri Lundapizzu en hún kostar einungis 500 kr," segir ennfremur.

Heimildir um gjörninginn og innrétting staðarins verða þó til sýnis til 3. ágúst í tengslum við sýninguna Brennið þið, vitar! en opið er fimmtudaga til sunnudaga frá 14:00-18:00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.