Tólf ára strákur fór tvívegis holu í höggi á einni viku 24. júní 2009 03:00 Símon Leví Þessi efnilegi kylfingur náði þeim einstaka árangri að fara tvisvar holu í höggi á sömu brautinni í sömu vikunni. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ekki heppni ef maður gerir þetta tvisvar á einni viku,“ segir Símon Leví Héðinsson, tólf ára kylfingur hjá golfklúbbi Selfoss, GOS. Hann náði því einstaka afreki að fara holu í höggi á sömu brautinni með nokkurra daga millibili. Holan sem um ræðir er þriðja holan á Svarfhólsvelli, par þrjú og tæpir níutíu metrar að lengd en Símon notaði sandjárn í höggið. Í fyrra skiptið voru framkvæmdir á vellinum, verið var að meta hann og því fékkst það högg ekki viðurkennt. Seinna höggið var hins vegar algjörlega löglegt og er Símon því orðinn meðlimur í hinum eftirsótta Einherjaklúbbi en alls hafa 26 kylfingar farið holu í höggi á þessu ári sem allir fá inngöngu í þennan klúbb. Símon hefur stundað golf í fjögur ár og þykir mikið efni. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann í miðju móti og hafði því lítinn tíma aflögu til að ræða um þetta afrek sitt. „Auðvitað er þetta blanda af hæfileikum og heppni,“ segir Símon, fullur sjálfstrausts enda ekki nema von, tókst það sem flestum kylfingum dreymir um að ná aðeins einu sinni. Símon leikur með Nike-sett eins og Tiger Woods en menn skyldu þó hafa það í huga að góðar kylfur hafa aldrei farið holu í höggi, aðeins sá sem heldur á þeim. Þjálfari Símons er hinn margreyndi Hlynur Geir Hjartarson og hann segist alvarlega vera að velta því fyrir sér að setja Símon aðeins út í kuldann um stundarsakir. „Enda hef ég ekki náð þessu sjálfur, að fara holu í höggi,“ segir Hlynur og bætir því við að kylfingurinn ungi hafi verið hálf skömmustulegur þegar hann sagði lærimeistaranum frá þessu öllu. „Það var bara nánast eins og hann hefði gert eitthvað af sér.“ Móðir Símons, Sigríður Gunnarsdóttir, segir drenginn nánast búa á golfvellinum yfir sumartímann, það hafi hann gert nánast frá fyrstu sveiflu. „Ég hleypi honum út á sumrin og sæki hann síðan á haustin,“ segir Sigríður og bætir því við að hún sé afar ánægð með golfið sem áhugamál. „Enda læra börnin þar ákveðinn aga og framkomu sem þau verða að tileinka sér til að ná árangri.“ Hlynur Geir tekur undir þessi orð. „Hérna mæta Símon og aðrir ungir kylfingar klukkan níu á morgnana og eru síðan sóttir á kvöldin. Að öllum líkindum er þetta einhver besta barna- og unglingagæsla sem völ er á.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Þetta er ekki heppni ef maður gerir þetta tvisvar á einni viku,“ segir Símon Leví Héðinsson, tólf ára kylfingur hjá golfklúbbi Selfoss, GOS. Hann náði því einstaka afreki að fara holu í höggi á sömu brautinni með nokkurra daga millibili. Holan sem um ræðir er þriðja holan á Svarfhólsvelli, par þrjú og tæpir níutíu metrar að lengd en Símon notaði sandjárn í höggið. Í fyrra skiptið voru framkvæmdir á vellinum, verið var að meta hann og því fékkst það högg ekki viðurkennt. Seinna höggið var hins vegar algjörlega löglegt og er Símon því orðinn meðlimur í hinum eftirsótta Einherjaklúbbi en alls hafa 26 kylfingar farið holu í höggi á þessu ári sem allir fá inngöngu í þennan klúbb. Símon hefur stundað golf í fjögur ár og þykir mikið efni. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann í miðju móti og hafði því lítinn tíma aflögu til að ræða um þetta afrek sitt. „Auðvitað er þetta blanda af hæfileikum og heppni,“ segir Símon, fullur sjálfstrausts enda ekki nema von, tókst það sem flestum kylfingum dreymir um að ná aðeins einu sinni. Símon leikur með Nike-sett eins og Tiger Woods en menn skyldu þó hafa það í huga að góðar kylfur hafa aldrei farið holu í höggi, aðeins sá sem heldur á þeim. Þjálfari Símons er hinn margreyndi Hlynur Geir Hjartarson og hann segist alvarlega vera að velta því fyrir sér að setja Símon aðeins út í kuldann um stundarsakir. „Enda hef ég ekki náð þessu sjálfur, að fara holu í höggi,“ segir Hlynur og bætir því við að kylfingurinn ungi hafi verið hálf skömmustulegur þegar hann sagði lærimeistaranum frá þessu öllu. „Það var bara nánast eins og hann hefði gert eitthvað af sér.“ Móðir Símons, Sigríður Gunnarsdóttir, segir drenginn nánast búa á golfvellinum yfir sumartímann, það hafi hann gert nánast frá fyrstu sveiflu. „Ég hleypi honum út á sumrin og sæki hann síðan á haustin,“ segir Sigríður og bætir því við að hún sé afar ánægð með golfið sem áhugamál. „Enda læra börnin þar ákveðinn aga og framkomu sem þau verða að tileinka sér til að ná árangri.“ Hlynur Geir tekur undir þessi orð. „Hérna mæta Símon og aðrir ungir kylfingar klukkan níu á morgnana og eru síðan sóttir á kvöldin. Að öllum líkindum er þetta einhver besta barna- og unglingagæsla sem völ er á.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira