Lífið

Ólétt að skipuleggja danskvöld

Tanya pollock Sér um að skipuleggja sérstök raftónlistarkvöld.fréttablaðið/auðunn
Tanya pollock Sér um að skipuleggja sérstök raftónlistarkvöld.fréttablaðið/auðunn

„Ég tók mér frí frá spilamennskunni fyrir nokkrum árum. Þegar ég byrjaði svo að koma fram aftur fannst mér vanta vettvang fyrir elektróníska tónlist. Þá er ég ekki að tala um teknó heldur meira svona „ambíent“,“ segir tónlistarkonan Tanya Pollock um tilurð Weirdcore-tónlistarkvöldanna, en eitt slíkt verður haldið á skemmtistaðnum Jacobsen annað kvöld.

Að sögn Tönyu eru kvöldin einkar vel sótt enda er mikill metnaður lagður í að fá efnilega tónlistarmenn til að leika fyrir dansi.

„Við byrjuðum með kvöldin á Cafe Cultura en urðum fljótlega að færa okkur um set því staðurinn fylltist alltaf strax og færri komust því að en vildu. Nú eru kvöldin haldin á Jacobsen sem rúmar mun fleiri. Við reynum að velja bæði tónlistarmenn, sem hafa verið að spila lengi, og unga tónlistarmenn, þetta býður uppá mikla fjölbreytni.“

Tanya hefur í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að skipuleggja Weirdcore-kvöldin á hún von á barni á næstu dögum.

„Það þýðir ekkert að sitja aðgerðarlaus heima þó maður sé óléttur,“ segir Tanya galvösk. Tónlistarmennirnir Yoda Remote, Tonik og Sykur leika fyrir dansi annað kvöld, skemmtunin hefst stundvíslega klukkan 21 og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.