Erlent

Banna blót á BBC

Samkvæmt könnun sem ríkissjónvarp Bretlands, BBC, lét gera nýlega kom í ljós að mikill meirihluti áhorfenda og hlustenda BBC eru hneykslaðir á blóti í sjónvarpi sem og útvarpi.

Ástæðan fyrir könnuninni er þáttur bresku grínistanna Russels og Ross Brands. Þeir hringdu í leikara á BBC og gerðu grín í honum sem þótti heldur ósmekklegt. Úr varð að Brand var rekinn en Russel sendur í frí.

Í kjölfarið bárust 40 þúsund kvartanir til BBC sem var til þess að viðhorf áhorfenda og hlustanda frá ellefu ára aldri og upp úr voru könnuð.

Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Almenningur vill ekkert blót á meðan það horfir á sjónvarpið með fjölskyldunni. Yfirleitt hefur sú reglar til staðar að blót og efni sem þykir kynferðislegt sé sýnt eftir klukkan níu.

Því skoðar yfirstjórn BBC hvort skemmtiefni þeirra verði blótfrítt. Sé einhvert blót þá skuli vara við því. Þá er hugsanlegt að blót verði bípað út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×