Innlent

AGS sendi ríkisstjórninni ábendingar varðandi Seðlabankafrumvarp

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi ríkisstjórninni um helgina óumbeðið ábendingar varðandi frumvarp hennar um Seðlabanka íslands. Forsætisráðherra vissi ekki af ábendingunum fyrr en eftir umræður á Alþingi í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn óskar eftir trúnaði um innihald ábendinganna, en forsætisráðherra hefur óskað eftir því að þeim trúnaði verði aflétt. Ábendingarnar eru sagðar vera tæknilegs eðlis.

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði forsætisráðherra hvort greinargerð eða athugasemdir hefðu borist frá Alþjóðagajdleyrissjóðnum vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um Seðlabanka íslands.

Jóhanna sagðist ekki kannast við að erindi sem þetta hefði borist, þótt það gæti engu að síður verið. Birgir sagðist taka svör Jóhönnu góð og gild en ef slíkt erindi hefði hins vegar borist, óskaði hann eftir því að erindið yrði kynnt fyrir þingmennönum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×