Erlent

Merkel segist enn vongóð

Angela Merkel. Mynd/AP
Angela Merkel. Mynd/AP Mynd/AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist enn gera sér vonir um að mynda hægristjórn með Frjálslyndum demókrötum eftir þingkosningar, sem haldnar verða 27. september.

Þetta segir hún þrátt fyrir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar, hafi komið illa út úr kosningum í þremur af sextán sambandslöndum Þýskalands, sem haldnar voru um helgina.

Merkel vill heldur mynda hægristjórn en að halda áfram stjórnarsamstarfi við Sósíaldemókrata, sem enst hefur í heilt kjörtímabil.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×