Erlent

Baskar gerast vígreifir í Burgos

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Byggingin er illa leikin eftir tilræðið.
Byggingin er illa leikin eftir tilræðið.

Tæplega 50 manns særðust þegar bílsprengja sprakk í borginni Burgos á Norður-Spáni snemma í morgun. Sprengjan sprakk nálægt höfuðstöðvum borgaralögreglunnar Guardia Civil og er talið nær öruggt að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi staðið að baki henni. Mesta mildi þykir að enginn lést í sprengingunni en lögreglustöðin er rústir einar eftir hana. Síðastliðin 40 ár hafa um 800 manns týnt lífinu af völdum hryðjuverka ETA á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×