Erlent

Staðsetningartæki sett á hvítháfa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Staðsetningartæki komið fyrir á öðru dýrinu.
Staðsetningartæki komið fyrir á öðru dýrinu. MYND: Massachusetts Division of Marine Fisheries

Vísindamenn í Massachusetts hafa fest staðsetningartæki við tvo hvítháfa sem sáust út af Cape Cod og er það í fyrsta sinn sem slík tæki eru fest á hvítháfa í Atlantshafi. Er þetta gert til að auðvelda rannsóknir á ferðum og hegðun hákarlanna. Nokkrum baðströndum í Massachusetts var lokað í gær eftir að sést hafði til fjögurra hvítháfa í grenndinni en ekki er óalgengt að þeir séu á ferð þar yfir sumartímann. Þeir eru hins vegar sjaldséðir á veturna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×