Erlent

Vopnahlé á Srí Lanka

Mahinda Rajapaksa, forseti Sri Lanka,
Mahinda Rajapaksa, forseti Sri Lanka, MYND/AP

Mahinda Rajapaksa, forseti Sri Lanka, lýsti í gær yfir tveggja daga vopnahléi. Hann vill ekki að stjórnarherinn ráðist á aðskilnaðarsinna Tamíl Tígra og leyfi þess stað almennum borgurum að flýja bardagasvæði.

Aftur á móti hafa Tamílar ekki sagst ætla að leggja vopnum sínum. Þeir hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki í aldarfjórðung og hafa átök síðan þá kostað um sjötíu þúsund manns lífið.

Þúsundir almennra borgara hafa að undanförnu króast af á milli stríðandi fylkinginga í landinu.

Hermenn hafa króað Tamíl Tígrana af á 17 ferkílómetra stóru svæði í norðausturhluta landsins. Þeir hafa hug á að ganga á milli bols og höfuðs +a Tamílum og enda þannig borgarastyrjöldina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×