Erlent

Segir Jackson hafa dáið úr áhyggjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Áhyggjur og streita vegna mörg hundruð milljóna dollara skuldabagga drógu Michael Jackson til dauða. Þetta segir einkaþjálfari hans, Lou Ferrigno, og vísar því alfarið á bug að söngvarinn hafi verið illa á sig kominn vegna lyfjaneyslu. Þvert á móti hafi Jackson verið í toppformi og æft af krafti fyrir væntanlegt tónleikaferðalag sitt. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei borðað meira en eina máltíð á dag segir Ferrigno að Jackson hafi bætt sér það upp með fæðubótarefnum og verið vel á sig kominn. Hann hafi hins vegar verið langt leiddur af skuldaáhyggjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×