Innlent

Fjórir sendiherrabústaðir til sölu

Sendiherrabústaður Íslands í Fredriksberg í Danmörku.
Sendiherrabústaður Íslands í Fredriksberg í Danmörku.

Utanríkisráðuneytið undirbýr nú sölu á fjórum sendiherrabústöðum. Um er að ræða bústaðina í New York, Washington, London og Osló. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður geti hagnast um 500 til 1000 milljónir króna á sölu fasteignanna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Einnig kom fram að fleiri breytingar eru fyrirhugaðar en ráðgert er að flytja sendiráðin í Washington og París í minni og hagkvæmari húsnæði. Með því næst að spara nokkra tugi milljóna í rekstrarkostnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×