Innlent

Atvinnulausum fjölgar um eitt þúsund á einni viku

Rúmlega 11 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fyrir viku síðan voru atvinnulausir 10.050 og hefur því fjölgað um rúmlega eitt þúsund á einni viku.

Alls eru 11.118 á atvinnuleysisskrá samkvæmt tölum Vinnumálsstofnunar. Flestir á höfuðborgarsvæðinu, 6.825.

Atvinnuleysi í desember mældist 4,8 prósent að jafnaði en gert er ráð fyrir því að það verði um 6,4 til 6,9 prósent í þessum mánuði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×