Menn reyndu hvorki að temja sér hófsemi né fyrirhyggju Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2009 11:52 Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur. Margt bendir til þess að rótleysi og lítil áhersla á grunngildi hafi dregið menn út á hálan ís í íslensku viðskiptalífi að undanförnu. Fátt bendir til dæmis til þess að menn hafi, að minnsta kosti í ákveðnum fyrirtækjum, reynt að temja sér hófsemi eða fyrirhyggju í fjárfestingum á síðustu árum. Þetta segir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Á málfundi í Háskólanum í Reykjavík í gær var fjallað um hugtakið siðrof. Stefán segir að tilgangurinn hafi verið sá að velta upp þeirri spurningu hvort rétt væri að spegla þá atburði sem áttu sér stað hér á Íslandi á haustdögum í þessu tiltekna hugtaki. Það er að segja að velta því upp hvort að ákveðin einkenni siðrofs hafi komið fram í aðdraganda og falli bankanna. „Til þess fengum við til okkar dr. Jón Gunnar Bernburg félagsfræðing og dr. Jón Ólafsson heimspeking sem fluttu framsöguræður og í pallborði eftir þær sátu fyrir svörum ásamt frummælendum þau Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins," segir Stefán Einar í samtali við Fréttastofu. „Við teljum að efni fundarins eigi erindi við almenning í landinu því nú er mjög mikilvægt að yfirveguð umræða fari fram til þess að gera upp það mikla hrun sem átti sér stað þar sem reynt verður að átta sig á því hvar þjóðin stóð á krossgötum, hvar hefði þurft að grípa inn í á fyrri stigum máls og svo framvegis," bætir Stefán við. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Margt bendir til þess að rótleysi og lítil áhersla á grunngildi hafi dregið menn út á hálan ís í íslensku viðskiptalífi að undanförnu. Fátt bendir til dæmis til þess að menn hafi, að minnsta kosti í ákveðnum fyrirtækjum, reynt að temja sér hófsemi eða fyrirhyggju í fjárfestingum á síðustu árum. Þetta segir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Á málfundi í Háskólanum í Reykjavík í gær var fjallað um hugtakið siðrof. Stefán segir að tilgangurinn hafi verið sá að velta upp þeirri spurningu hvort rétt væri að spegla þá atburði sem áttu sér stað hér á Íslandi á haustdögum í þessu tiltekna hugtaki. Það er að segja að velta því upp hvort að ákveðin einkenni siðrofs hafi komið fram í aðdraganda og falli bankanna. „Til þess fengum við til okkar dr. Jón Gunnar Bernburg félagsfræðing og dr. Jón Ólafsson heimspeking sem fluttu framsöguræður og í pallborði eftir þær sátu fyrir svörum ásamt frummælendum þau Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins," segir Stefán Einar í samtali við Fréttastofu. „Við teljum að efni fundarins eigi erindi við almenning í landinu því nú er mjög mikilvægt að yfirveguð umræða fari fram til þess að gera upp það mikla hrun sem átti sér stað þar sem reynt verður að átta sig á því hvar þjóðin stóð á krossgötum, hvar hefði þurft að grípa inn í á fyrri stigum máls og svo framvegis," bætir Stefán við.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira