Lífið

Spacey pirraður

kevin spacey
Leikarinn er orðinn þreyttur á sífelldum sögusögnum um andlát fræga fólksins.
kevin spacey Leikarinn er orðinn þreyttur á sífelldum sögusögnum um andlát fræga fólksins.

Leikarinn Kevin Spacey er orðinn pirraður á sífelldum sögusögnum um andlát fræga fólksins. Eftir að Michael Jackson og leikkonan Farrah Fawcett létust í síðustu viku hefur farið orðrómur í gang um dauða Jeff Goldblum, Britney Spears og George Clooney. Sagt var að Goldblum hefði látist á Nýja Sjálandi við tökur á sinni nýjustu mynd, en upplýsingafulltrúi hans var fljótur að vísa fregnunum til föðurhúsanna.

Spacey heimtar nú að þessari vitleysu verði hætt í eitt skipti fyrir öll. „Jeff Goldblum er sprelllifandi. Ég var að tala við umboðsmanninn hans. Hættið að dreifa þessum orðrómi,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.