Lífið

Skjólstæðingur Bubba leikur vöðvatröll á Akureyri

Eyþór Ingi úr bandinu hans Bubba leikur Rocky í söngleiknum Rocky Horror Picture Show á Akureyri næsta vetur. Magnús Jónsson fer með aðalhlutverkið og nýtur dyggrar aðstoðar þeirra Jönu Maríu Guðmundsdóttur og Bryndísar Ásmundsdóttur.
Eyþór Ingi úr bandinu hans Bubba leikur Rocky í söngleiknum Rocky Horror Picture Show á Akureyri næsta vetur. Magnús Jónsson fer með aðalhlutverkið og nýtur dyggrar aðstoðar þeirra Jönu Maríu Guðmundsdóttur og Bryndísar Ásmundsdóttur.

„Ég hélt eiginlega að það væri verið að grínast í mér þegar þau hringdu. Ég hló bara,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari. Eyþór hefur verið ráðinn í hlutverk Rockys í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Rocky Horror Picture Show næsta vetur. Rocky er hinn fullkomni karlmaður sem Frank N Furter skapar og sprangar hálfber um sviðið í sýningunni. Eyþór skilur ekki alveg hvernig leikhúsfólk á Akureyri sá hann fyrir sér í hlutverkinu. „Ég hlýt að sjá mig eitthvað í röngu ljósi. Ætli ég verði ekki að fara að pumpa,“ segir hann hress í bragði.

Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá fer Magnús Jónsson með aðalhlutverkið í sýningunni, leikur sjálfan Frank N Furter, og Andrea Gylfadóttir er tónlistarstjóri sýningarinnar. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðar­son.

Hið siðprúða par Brad og Janet verður leikið af Atla Þór Albertssyni og Jönu Maríu Guðmundsdóttur og Bryndís Ásmundsdóttir mun leika þjónustustúlku Frank N Furter. Þá leikur Jóhann G. Jóhannsson Riff Raff og Guðmundur Ólafson leikur Dr. Scott. Stefnt er því að frumsýna söngleikinn í mars á næsta ári.

Eyþór Ingi er frá Dalvík og segist alltaf hafa haft áhuga á leiklist. Hann hafi komið fram í sýningum í heimabænum og eitthvað stigið á svið hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann kveðst því spenntur fyrir því að leika í Rocky Horror. „Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt og þetta hlutverk er mjög spes... þetta verður áhugavert,“ segir hann.

Rúmt ár er nú liðið síðan Eyþór Ingi sigraði í Bandinu hans Bubba, raunveruleikaþætti Bubba Morthens sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir utan það að syngja á nokkrum böllum með Stuðmönnum hefur hann alls ekki haft sig mikið í frammi á tónlistarsviðinu. Eyþór segir að hann hyggist bæta úr því á næstunni. „Það er eitthvað á leiðinni frá mér. Svo verður að koma í ljós hvort þjóðin vill heyra tónlistina mína.“

Magnús Jónsson leikari Magnús Jónsson leikari Maggi Jóns, Blake
Jana María Guðmundsdóttir söngkona


g





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.