Lífið

Sara Marti lærir leikstjórn í London

Sara Marti er flutt út með tilvonandi eiginmanni sínum og byrjar í námi í haust. 
Fréttablaðið/stefán
Sara Marti er flutt út með tilvonandi eiginmanni sínum og byrjar í námi í haust. Fréttablaðið/stefán

Sara Marti Guðmundsdóttir leikkona ætlar í leikstjórnarnám í Central School of Speach and Drama í London í október. Hún sleppir því hlutverki sínu í uppsetningu Þjóðleikhússins á Fridu, en sýningar byrja í haust. Sara er ein af fjórum sem fengu inngöngu í leikstjórn en alls verða 20 manns með henni í mastersnámi á hinum ýmsu sviðum leiklistar. Mörg þúsund manns sækja um inngöngu ár hvert.

Hvað sækir Sara í leikstjórnina? „Ég hef leikstýrt unglingaleikhópum í mörg ár og hef komist að því hægt og rólega, eftir að hafa unnið sem leikkona núna í tvö, þrjú ár, að mér finnst æfingaferlið skemmtilegasti hlutinn. Skapandi ferlið kveikir mest í mér.“ Sara verður ekki ein í London en Sigrún Huld Skúladóttir vinkona hennar og fyrrum bekkjarsystir úr LHÍ hefur nám í kvikmyndaleikstjórn í East 15 skólanum á sama tíma.

Sara og tilvonandi eiginmaður hennar, Tobias Munthe, eru flutt út, en Sara skaust heim á sunnudaginn til að sinna undirbúningi fyrir giftingu þeirra, sem verður í Frakklandi 18. júlí næstkomandi. Spurð hvort brúðkaupið verði ekki fínt svarar hún, „Ég veit það ekki, ég hef aldrei gift mig í Frakklandi áður, en ég held það. Geta brúðkaup verið eitthvað annað en æðisleg?“ Sara er einnig ánægð með nýtt líf í London. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég bý þar af alvöru og það er yndislegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.