Lífið

Hannaði sérstök brúskbikiní

Hannaði brúskbikiní Rebecca segist hafa lært að sauma hjá herbergisfélaga sínum sem lærði fatahönnun.
fréttablaðið/gva
Hannaði brúskbikiní Rebecca segist hafa lært að sauma hjá herbergisfélaga sínum sem lærði fatahönnun. fréttablaðið/gva

Bandaríska listakonan Rebecca Erin Moran, hannaði nokkuð sérstök bikiní fyrir hina árlegu Hverfisgötu-sumarhátíð, sem er haldin í bakgarði við Hverfisgötu, en bikiníin eru með áföstum hárbrúski í kringum nárann.

„Þetta var svona „one time special edition“-bikiní og hef ég ekki hugsað mér að fara í það að framleiða brúskbikiní í framtíðinni. Þetta var gert sem hluti af vídeóverki sem var sýnt á listahátíð í Frakklandi,“ segir Rebecca.

Hún segist ekki kunna mikið fyrir sér í saumaskap, þótt hún sé menntaður listamaður frá Listaháskólanum í Chicago. Það sem hún kunni í saumaskap hafi hún lært af herbergisfélaga sínum sem lærði fatahönnun við sama háskóla.

„Það var engin sérstök pæling á bak við bikiníin, þetta átti bara að vera blanda af glamúr og sóðaskap og mér þótti fyndið að sjá svölu 101 listatýpurnar klæðast þessu. Ég hef gaman af öllu sem er pínlegt og vandræðalegt,“ segir Rebecca hlæjandi.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.