Ragnhildur í spjallþætti Tom Green þegar Jackson dó Atli Steinn Guðmundsson skrifar 1. júlí 2009 16:02 Ragnhildur Magnúsdóttir. Kanadíski spéfuglinn, þáttastjórnandinn og tónlistarmaðurinn Tom Green er þekktur fyrir flest annað en lognmollu eins og þeir vita mætavel sem fylgdust með þáttum hans á MTV hér áður fyrr og nú þættinum Tom Green´s House Tonight sem sendur er út á Netinu. Færri vita hins vegar að nú á allra síðustu dögum hafa ekki færri en tveir Íslendingar verið gestir í þætti Kanadamannsins geðþekka. Annars vegar var þar um að ræða Guðjón Ólafsson leikstjóra, sem unnið hefur í Los Angeles um árabil. Guðjón er maður uppátækjasamur og tók upp á því að hringja í Ragnhildi Magnúsdóttur, útvarpskonu á Bylgjunni, í miðjum þætti og leyfa Tom að heyra í henni hljóðið. Þáttastjórnandinn skemmti sér svo vel að hann bauð Ragnhildi að líta inn í eins og einn þátt ætti hún leið um hina sólríku en gjaldþrota Kaliforníu. Ragnhildur á fjölskyldu í ríkinu og var þar einmitt á ferð í síðustu viku. Fór svo að hún þekktist boð Green og spjallaði við hann í heilan klukkutíma í þættinum síðastliðinn fimmtudag. Green er gamansamur með afbrigðum og hefur munninn fyrir neðan nefið en hans helsta áhugamál er að slá gesti sína út af laginu og ganga helst alveg fram af þeim. Ragnhildur fékk því að reyna allan Íslandshúmorinn eins og hann horfir við bandarísku þjóðinni. Ísbirnir, handbolti, tónlistarmenningin hér á Fróninu og fleira og fleira. Ragnhildur lét þó ekki vaða yfir sig enda vön útvarpskona auk þess sem enskan er hennar annað móðurmál. Green varð tíðrætt um að þyrlur svifu í gríð og erg yfir miðborginni meðan á þættinum stóð og kannski engin furða enda kom það í ljós skömmu eftir útsendingu að poppgoðið Michael Jackson hafði fallið frá á sviplegan hátt einmitt í miðjum þættinum. Vísir greindi í gær frá samsæriskenningum sem meðal annars gengu út á að forseti Írans hefði látið myrða Jackson. Er þá ekki hægt að trúa því að allt geti gerst þegar tveir Íslendingar lenda í spjallþætti hjá Tom Green með örstuttu millibili og Michael Jackson gefur upp öndina á meðan annað þeirra stendur sem hæst? Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Kanadíski spéfuglinn, þáttastjórnandinn og tónlistarmaðurinn Tom Green er þekktur fyrir flest annað en lognmollu eins og þeir vita mætavel sem fylgdust með þáttum hans á MTV hér áður fyrr og nú þættinum Tom Green´s House Tonight sem sendur er út á Netinu. Færri vita hins vegar að nú á allra síðustu dögum hafa ekki færri en tveir Íslendingar verið gestir í þætti Kanadamannsins geðþekka. Annars vegar var þar um að ræða Guðjón Ólafsson leikstjóra, sem unnið hefur í Los Angeles um árabil. Guðjón er maður uppátækjasamur og tók upp á því að hringja í Ragnhildi Magnúsdóttur, útvarpskonu á Bylgjunni, í miðjum þætti og leyfa Tom að heyra í henni hljóðið. Þáttastjórnandinn skemmti sér svo vel að hann bauð Ragnhildi að líta inn í eins og einn þátt ætti hún leið um hina sólríku en gjaldþrota Kaliforníu. Ragnhildur á fjölskyldu í ríkinu og var þar einmitt á ferð í síðustu viku. Fór svo að hún þekktist boð Green og spjallaði við hann í heilan klukkutíma í þættinum síðastliðinn fimmtudag. Green er gamansamur með afbrigðum og hefur munninn fyrir neðan nefið en hans helsta áhugamál er að slá gesti sína út af laginu og ganga helst alveg fram af þeim. Ragnhildur fékk því að reyna allan Íslandshúmorinn eins og hann horfir við bandarísku þjóðinni. Ísbirnir, handbolti, tónlistarmenningin hér á Fróninu og fleira og fleira. Ragnhildur lét þó ekki vaða yfir sig enda vön útvarpskona auk þess sem enskan er hennar annað móðurmál. Green varð tíðrætt um að þyrlur svifu í gríð og erg yfir miðborginni meðan á þættinum stóð og kannski engin furða enda kom það í ljós skömmu eftir útsendingu að poppgoðið Michael Jackson hafði fallið frá á sviplegan hátt einmitt í miðjum þættinum. Vísir greindi í gær frá samsæriskenningum sem meðal annars gengu út á að forseti Írans hefði látið myrða Jackson. Er þá ekki hægt að trúa því að allt geti gerst þegar tveir Íslendingar lenda í spjallþætti hjá Tom Green með örstuttu millibili og Michael Jackson gefur upp öndina á meðan annað þeirra stendur sem hæst?
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira