Sport

Þriggja mánaða bið bíður Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gael Kakuta í leik með varaliði Chelsea.
Gael Kakuta í leik með varaliði Chelsea.

Chelsea má búast við því að þurfa að bíða í þrjá mánuði eftir að áfrýjun félagsins verði tekin til greina hjá áfrýjunardómstóli íþróttamála, CAS.

Þetta segir einn forystumanna dómstólsins. Mál Chelsea mun sennilega ekki verða tekið fyrir fyrr en í desember næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp. Árið 2004 var ítalska úrvalsdeildarfélagið Roma dæmt í álíka bann og Chelsea fékk í gær. Niðurstaða dómstólsins var hins vegar sú að stytta bannið í einn félagaskiptaglugga en ekki tvo.

Chelsea má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en í janúar 2011 samkvæmt úrskurði FIFA eftir að félagið lokkaði til sín táninginn Gael Kakuta frá Lens í Frakklandi árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×