Innlent

300 kannabisplöntur í heimahúsi

300 kannabisplöntur fundust í heimahúsi í Breiðholtinu á Fimmtudaginn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
300 kannabisplöntur fundust í heimahúsi í Breiðholtinu á Fimmtudaginn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í einbýlishúsi í Breiðholti síðdegis á fimmtudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 300 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

 

Einnig var lagt hald á 15 gróðurhúsalampa, rúmlega 300 grömm af marijúana og 2 kíló af kannabislaufum. Karl á fertugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins.

 

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

 

Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×