Laddi lætur úlnliðsbrot ekki stoppa sig 26. nóvember 2009 03:15 Brotnaði heima Laddi flækti sig í stóllöpp og setti vinstri höndina fyrir sig með þeim afleiðingum að hann úlnliðsbrotnaði. Hann ætlar þó að bíta á jaxlinn og leika Skrögg í Loftkastalanum um helgina. Fréttablaðið/GVA „Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum." Að sögn Ladda tekur brotið sex vikur að gróa og hann þakkar guði fyrir að hann var ekki búinn að panta sér golfferð eitthvert suður á bóginn. „Nei, ég ætlaði reyndar að skoða það, að komast í golfferð þegar þessari törn lýkur loksins. Ég verð bara vonandi búinn að ná mér nógu snemma til að geta farið upp úr áramótunum." Þetta er reyndar í annað sinn á þessu ári sem Laddi slasar sig því hann marðist á rifbeini við tökur á slagsmálasenu fyrir kvikmyndina Jóhannes. Og brotið hefði ekki getað komið á verri tíma því leikarinn er jú önnum kafinn við að bregða sér í allra kvikinda líki í jólasýningunni Skröggur sem sýnd er í Loftkastalanum. Þar leikur Laddi öll hlutverkin og því var ekki hægt að fá neinn staðgengil til að hlaupa í skarðið. „Ég læt mig bara hafa það, leik þetta með höndina svona þótt þetta séu tvær sýningar." Til að bæta gráu ofan á svart er hann einnig veislustjóri á jólahlaðborði Hótels Sögu um helgina en það er engan bilbug á leikaranum að finna, hann hyggst bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Þegar Fréttablaðið náði tali af leikaranum í gær var hann hins vegar staddur í tökum á Áramótaskaupinu. Og úlnliðsbrotið kom þar loksins að góðum notum ef svo mætti segja því hann leikur sjálfan forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson. „Já, gifsið kom ekki að sök þar heldur passar bara vel við hlutverkið, hann er hvort eð er alltaf í fatla annað slagið." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum." Að sögn Ladda tekur brotið sex vikur að gróa og hann þakkar guði fyrir að hann var ekki búinn að panta sér golfferð eitthvert suður á bóginn. „Nei, ég ætlaði reyndar að skoða það, að komast í golfferð þegar þessari törn lýkur loksins. Ég verð bara vonandi búinn að ná mér nógu snemma til að geta farið upp úr áramótunum." Þetta er reyndar í annað sinn á þessu ári sem Laddi slasar sig því hann marðist á rifbeini við tökur á slagsmálasenu fyrir kvikmyndina Jóhannes. Og brotið hefði ekki getað komið á verri tíma því leikarinn er jú önnum kafinn við að bregða sér í allra kvikinda líki í jólasýningunni Skröggur sem sýnd er í Loftkastalanum. Þar leikur Laddi öll hlutverkin og því var ekki hægt að fá neinn staðgengil til að hlaupa í skarðið. „Ég læt mig bara hafa það, leik þetta með höndina svona þótt þetta séu tvær sýningar." Til að bæta gráu ofan á svart er hann einnig veislustjóri á jólahlaðborði Hótels Sögu um helgina en það er engan bilbug á leikaranum að finna, hann hyggst bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Þegar Fréttablaðið náði tali af leikaranum í gær var hann hins vegar staddur í tökum á Áramótaskaupinu. Og úlnliðsbrotið kom þar loksins að góðum notum ef svo mætti segja því hann leikur sjálfan forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson. „Já, gifsið kom ekki að sök þar heldur passar bara vel við hlutverkið, hann er hvort eð er alltaf í fatla annað slagið." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira