Erlent

Hussein hugðist flýja úr fangelsinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Saddam Hussein við réttarhöldin.
Saddam Hussein við réttarhöldin.

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hafði gert áætlun um að flýja úr fangavistinni hjá Bandaríkjamönnum árið 2006 með aðstoð manna sem voru honum hliðhollir. Þetta kemur fram í bók sem einn lögfræðinga hans gaf út nýlega. Bandarískir hermenn handtóku Hussein í desember 2003 en hann hafði þá farið huldu höfði síðan innrás Bandaríkjamanna í Írak hófst um vorið. Ætlunin var að hermenn á vegum Husseins gerðu árás á græna svæðið svokallaða í Baghdad og höfuðstöðvar Bandaríkjamanna á flugvellinum. Í ringulreiðinni átti svo sveit hermanna að brjóta sér leið inn í fangelsið og bjarga Hussein sem ætlaði að flýja til Anbar-héraðs og dyljast þar. Þessi áætlun var þó að engu gerð þegar skotbardagi varð fyrir utan fangelsið og gæsla þar var hert til muna eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×