Innlent

Papeyjarsmygl: Götuverðmæti rúmlega hálfur milljarður

Götuverðmæti fíkniefnanna sem komu til landsins með skútunni Sirtaki í apríl síðastliðnum er rúmlega hálfur milljarður króna, samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ sem var gerð um svipað leyti og fíkniefnin voru haldlögð. Mest verðmæti voru fólgin í amfetamíni sendingarinnar en það er metið á tæpar þrjúhundruð milljónir króna. Lögregla telur kaupverð efnanna erlendis vera 34 milljónir króna.

Málið gegn sexmenningunum í Papeyjarsmyglinu svokallaða var þingfest í morgun. Samkvæmt ákæru voru flutt inn samtals 55.116,65 g af amfetamíni, 53.889,65 g af kannabis og 9.432 MDMA [E-] töflur til Íslands í smyglinu.

Nýjasta verðkönnun SÁÁ er frá 29. apríl á þessu ári en smyglið komst upp þann átjánda sama mánaðar.

Götuvirði efnanna var þá svona:

  • Amfetamín: 5.370 kr. grammið.
  • Kannabis: 3.390 kr. grammið.
  • E-tafla: 2.830 taflan.

Sé það reiknað saman er virði efnanna í þessari sendingu:

  • Amfetamín: 295.976.411 kr.
  • Kannabis: 182.685.914 kr.
  • E-töflur: 26.692.560 kr.
  • Samtals: 505.354.884 kr

Samkvæmt heimildum fréttastofu metur lögregla götuvirði efnanna á um 470 milljónir samkvæmt skýrslum lögreglu í málinu. Í sömu gögnum er talið að kaupvirði efnanna erlendis hafi verið um 34 milljónir króna. Það er því ljóst að ef innflytjendur efnanna hefðu komist upp með smyglið væri hagnaður af sölunni gífurlegur.


Tengdar fréttir

Papeyjarsmyglið: Meintur höfuðpaur neitar sök

Hollendingurinn Peter Rabe, meintur höfuðpaur í svokölluðu Papeyjarmáli, neitaði sök í málinu við þingfestingu þess í morgun. Tveir aðrir sakborningar, þeir Rúnar Þór og Árni Hrafn neita einnig sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×