Innlent

Innganga í ESB: Neytendur græða á kostnað landbúnaðastétta

Sauðfjárbændur græða á inngöngu í ESB.
Sauðfjárbændur græða á inngöngu í ESB.

Afkoma svínabænda og kjúklingabúa mun verða verst úti gangi Ísland inn í ESB. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaraðila af Hagfræðistofnun.

Leitast var við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB og miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að ESB árið 1995. Í skýrslunni er staða Íslands borin saman við Finnland.

Þar kemur fram að fyrsta árið í Finnlandi hafi heildartekjur bænda dregist saman um tíu prósent fyrsta árið. Næstu fjögur árin áttu þau eftir að dragast saman um 40 prósent.

Mest lækkuðu egg í verði eða um 70 prósent. Svo stórlækkaði kjúklingur í verði. Tekjur sauðbænda var óbreytt og er talið að þeir hagnist beinlínis gangi Ísland inn í ESB.

Mestur samdráttur búa voru í formi mjólkurbúa í Finnlandi eftir að ríkið gekk í Evrópubandalagið. Þeim fækkaði mest.

Svokallaður Norðurslóðastuðningur mun vega upp á móti tapi bænda hér á landi gangi Íslandi inn í ESB. Finnar njóta slíks stuðnings. Sá stuðningur er veittur vegna sérstæðra aðstæðna á landbúnaðarmarkaði en í skýrslunni kemur fram að auðvelt sé að rökstyðja að Ísland fái slíkan styrk.

Meðal annars vegna búfénaðs hér á landi sem hefur einangrast í gegnum aldirnar og býr yfir ýmsum kostum sem ekki er að finna í búfénaði annarstaðar.

Aftur á móti hagnast neytendur hér á landi talsvert gangi Ísland inn í ESB samkvæmt skýrslunni. Verð á eggjum lækkaði til að mynda um 70 prósent eftir að Finnar gengu inn í sambandið. Þá lækkaði svína- og nautakjöt um 30-35 prósent. Auk þess sem mjólkin lækkaði um 13 prósent.


Tengdar fréttir

Saka utanríkisráðherra um að stinga landbúnaðarskýrslu undir stól

Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu utanríkisráðherra í morgun um að stinga skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngönngu í Evrópusambandið undir stól. Skýrslan verður afhent þingmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×