Innlent

Eftirlit með ökutækjum aukið

Á föstudag verður eftirlit með ökutækjum aukið, þar sem lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins samkvæmt tilkynningu frá Umferðarstofu.

Hugað verður að frágangi tengibúnaðar, hvort fullnægjandi speglar séu á bílnum og hvort ljósabúnaður sé fullnægjandi. Fólk er hvatt til að hafa þessi atriði í lagi, til að koma í veg fyrir vandræði.

Skoðunin mun verða á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi og mun vera kappkostað við að stöðva alla ferðavagna sem fara þar um.

Einnig verður hugað að því hvort ökutækið sem dregur eftirvagninn og hann sé með gilda skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×